Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

A-lið KR taplaust í 1. deild karla

A-lið KR er taplaust í 1. deild karla eftir fjórar umferðir, en 3. og 4. umferð í 1. deild karla voru leiknar í Íþróttahúsinu við Strandgötu 21. október.
Íslandsmeistarar BH-A töpuðu 2-6 fyrir Víkingi-A, en Víkingar höfðu tapað fyrir KR-A í 2. umferð. B-liðin tvö í deildinni, BH-B og KR-B gerðu 5-5 jafntefli.
Það er ljóst að það verður hart barist í 1. deild karla í vetur.

Úrslit úr viðureignum 21. október
Víkingur-A – BH-A 6-2
HK-A – KR-A 2-6
KR-B – BH-B 5-5
KR-B – Víkingur-A 0-6
BH-A – HK-A 6-4
BH-B – KR-A 1-6

Úrslit úr leikjum í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar eru komin á vef deildarinnar hjá Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=9F6F993A-51FC-4278-BE23-648DC3BC8B19&draw=12

Forsíðumynd úr myndasafni af Inga Darvis, sem vann alla leiki sína í umferðinni.

Aðrar fréttir