A-lið Víkings efst í 1. deild karla
Annar leikdagur í 1. deild karla var 19. október og var leikið í TBR-húsinu. Tvær umferðir voru leiknar. Eftir þessa fjóra leiki er A-lið Víkings efst með fullt hús stiga eða 8 stig, eftir að hafa sigrað hitt ósigraða liðið, BH-A 6-3 í 3. umferð.
A-lið BH er í 2. sæti með 6 stig, HK-A og KR-A hafa 4 stig og BH-B og Víkingur-B hafa 1 stig.
Úrslit úr einstökum viðureignum:
BH A – Víkingur A 3-6
BH B – HK A 2-6
KR A – Víkingur B 6-0
KR A – BH A 1-6
Vikingur A – BH B 6-2
Vikingur B – HK A 5-5
Forsíðumyndin sýnir A-lið KR þann 19.10. Mynd frá KR.