Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir á Reyðarfirði

Helgina 24. – 25. febrúar stóðu BTÍ, UMF Valur á Reyðarfirði og UMF Þristur á Egilsstöðum að æfingabúðum í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.

Rafael Rökkvi Freysson, þjálfari Vals og Þrists óskaði eftir aðstoð BTÍ við að halda æfingahelgi í aðdraganda Íslandsmóts unglinga, í ljósi þess að félögin hyggjast bæði senda sína fyrstu keppendur á mótið. Það verður þá jafnframt í fyrsta sinn sem leikmenn þessara ungu félaga taka þátt í móti á vegum sambandsins.

Mattia Luigi Contu, unglingalandsliðsþjálfari sá um æfingarnar ásamt Rafael Rökkva og var vel mætt á þær og ánægja með framtakið.

Við hjá BTÍ hlökkum til að sjá liðsmenn Þrists og Vals innan skamms. Dagskrá Íslandsmóts unglinga á Hvolsvelli verður birt eigi síðar en á morgun, miðvikudag.

Aðrar fréttir