Æfingabúðir BTÍ helgina 1.-2. september 2012.
![](https://bordtennis.is/skjalasafn/myndir/%C3%A3%C2%A6fingab%C3%A3%C2%BA%C3%A3%C2%B0ir%20b%C3%A3%C2%B6rn%202012.jpg)
Ljósmynd: Ingimar I
Æfingabúðir BTÍ í samvinnu við ITTF/ETTU fóru fram í æfingasal Víkinga í TBR húsinu nú um síðustu helgi. Voru æfingarnar tvær báða dagana milli kl. 09.30-11.30 og 13.30-15.30. Um tuttugu börn og unglingar tóku þátt í búðunum en þeim stjórnaði sænski þjálfarinn Emanuel Christiansson.