Æfingabúðir drengja á Hvolsvelli helgina 22.-24. febrúar 2019
Opnar æfingarbúðir, fyrir stráka, lauk nú í dag (sunnudag) á Hvolsvelli en þær hafa staðið yfir frá því í gærmorgun.
22 iðkendur frá 5 félögum af höfuðborgarsvæðinu og suðurlandi tóku þátt að þessu sinni og var fjölgun frá árinu í fyrra.
Mikil ánægja var meðal iðkenda með helgina og skemmtu strákarnir sér konunglega.
Auk stífra æfinga var farið í sund og haldin pizzaveisla svo eitthvað sé nefnt.
Þjálfarar æfingarbúðana voru að þessu sinni þeir Skúli Gunnarsson þjálfari í KR og Jóhann Emil Bjarnason þjálfari hjá Víkingum.
Þetta er þriðja árið í röð sem æfingarbúðirnar eru haldnar en sams konar æfingabúðir hafa einnig verið haldnar fyrir stúlkur ár hvert.
Óhætt er að segja að æfingarbúðar sem þessar séu komnar til að vera og er stefnt á enn meiri mætingu að ári.
Borðtennisdeild Dímonar á Hvolsvelli er sérstaklega þakkað fyrir höfðinglegar móttökur og að skipuleggja búðirnar og gistingu ásamt þjálfurum.