Æfingabúðir í borðtennis

Helgina 9.-10.febrúar verða haldnar æfingabúðir í borðtennis í TBR húsinu Gnoðavogi.

Þjálfarar verða núverandi Deildar- og Íslandsmeistarar í 1.deild karla í borðtennis þeir Magnús Finnur Magnússon og Daði Freyr Guðmundsson. Báðir eru þeir reynsluboltar í íþróttinni og eiga fjölmarga titla og einnig unglingalandsleiki og A-landsleiki að baki. Nú þjálfa þeir báðir í Víking á unglingaæfingum og meistaraflokksæfingum.