Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir í borðtennis fara fram 2. -6. júlí

Borðtennisdeild KR heldur æfingabúðir í borðtennis í Íþróttahúsi Hagaskóla 2.-6. júlí. Búðirnar eru öllum opnar.
Þjálfarar verða Niels Peter Stilling frá Danmörku (sjá mynd á forsíðu), Kristján Viðar Haraldsson unglingalandsliðsþjálfari og aðalþjálfari KR og Tómas Ingi Shelton þjálfari hjá BH. Fjórir leikmenn frá Danmörku taka þátt í búðunum.

Meðfylgjandi er uppfærð dagskrá: Æfingabúðir í borðtennis í Reykjavík 2-6 júlí 2017. breytt tímaáætlun

Verð er kr. 19.500. Innifalið í verði eru 18 klst. af borðtennisþjálfun og skemmtun og pizza á lokadegi. Skráningargjald er 5.000 kr. og þarf að ganga frá greiðslu áður en æfingabúðirnar byrja. Hægt er að semja um greiðsludreifingu.

Skráning hjá Kristjáni Viðari Haraldssyni í síma 8 200 007 eða með því að senda póst á [email protected].

Nánari upplýsingar eru á meðfylgjandi myndum.

 

 

 

 

ÁMU

Aðrar fréttir