Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir í borðtennis fyrir stráka voru haldnar á Hvolsvelli um síðustu helgi

Helgina 9.-10. mars fóru fram æfingabúðir í borðtennis í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Æfingabúðirnar voru aðallega fyrir stráka en nokkrar áhugasamar stelpur tóku líka þátt. Nokkrir eldri leikmenn mættu líka og æfðu með krökkunum. Þátttakendur voru um 30 talsins og komu frá BH, Dímon, Heklu og KR.

Æfingabúðirnar voru í umsjón Davíðs Jónssonar, Einars Geirssonar og Ólafs Elí Magnússonar.

ÁMU

Þátttakendur í æfingabúðunum. Mynd: Einar Geirsson

Aðrar fréttir