Æfingabúðir í borðtennis milli jóla og nýárs
Milli jóla og nýars fara fram æfingabúðir í borðtennis í TBR húsinu, Gnoðavogi 1. Að þeim standa landsliðsmennirnir Daði Freyr Guðmundsson og Davíð Jónsson. Eiga þeir að baki ótal marga titla í unglingaflokkum, einnig fullorðinsflokkum sem og Íslandsmeistaratitla. Daði er uppalinn í Víking, er núverandi Íslandsmeistari í 1.deild karla með liði sínu Víking-A og þjálfar nú börn og unglinga hjá félaginu og hefur einnig verið að þjálfa meistaraflokk. Davíð er uppalinn í KR og hefur verið þjálfari þar en spilar nú með liði í Slóvakíu ásamt KR. Á þessu ári varð Davíð í 2.sæti á Íslandsmótinu í einliðaleik ásamt því að hampa Íslandsmeistaratitli í tvíliðaleik karla.
Samtals verða 4 æfingar dagana 29. – 30. desember.
Skráning fer fram með því að senda póst á netföng [email protected], [email protected] eða með því að hringja í síma: 692-1091 eða 866-4849