Æfingabúðir í borðtennis um helgina
Helgina 23. til 24. janúar munu landsliðsmennirnir Daði Freyr Guðmundsson og Davíð Jónsson halda æfingabúðir í borðtennis í TBR húsinu, Gnoðavogi 1.
Samtals verða 4 æfingar 23.-24. janúar
– Allar æfingar verða sniðnar að getu hvers og eins.
– Við ætlum að leggja mikla áherslu á kúluæfingar fyrir alla.
– Við punktum niður hjá okkur hvað hver og einn þarf að bæta.
– Farið verður yfir helstu grunnatriði sem og nýjar tækniæfingar.
– Mæta þarf með íþróttafatnað.
– Allir fá verðlaun fyrir þáttöku.
– Boðið verður upp á hollan og staðgóðan mat milli æfinganna
Æfingarnar:
Laugardaginn 23. jan kl. 10:00 – 12:00 og 14:00 – 16:00
.
Sunnudaginn 24. jan kl. 10:00 – 12:00 og 14:00 – 16:00
Verð: 10.000 kr.
Skráning fer fram með því að senda póst á netföng [email protected], [email protected].
eða með því að hringja í síma: 692-1091, 866-4849.