Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir í Færeyjum 25.-28. október 2019

25.-28. október nk. (föstudagur til mánudags) stendur Borðtennissamband Íslands, í samvinnu við Borðtennissamband Færeyja, fyrir æfingabúðum í borðtennis í Þórshöfn í Færeyjum.

Þátttaka í búðunum stendur borðtennisspilurum á Íslandi á aldrinum 12-18 ára til boða sem hafa æft í 2 ár eða lengur. Skipulag búðanna er fyrirhugað með sama hætti og þegar 12 færeyskir leikmenn sóttu íslenska heim í góðum búðum í október 2017 (https://bordtennis.is/aefingabudir-med-faereyingum-dagana-5-7-oktober-2018/), þ.e. tvær æfingar á föstudegi, tvær á laugardegi, ein á sunnudegi og svo keppnismót á sunnudagseftirmiðdegi í aldursflokkunum 13 ára og yngri, 15 ára og yngri og 18 ára og yngri, auk tvíliðaleiks. Kvöldskemmtun á sunnudegi er einnig fyrirhuguð.

Kostnaður vegna ferðarinnar er 45.000 kr. (niðurgreitt af BTÍ) og er innifalið í því beint flug til Þórshafnar frá Keflavíkurflugvelli, kostnaður við fararstjórn og gisting í skátaheimili með eldunaraðstöðu. Matvöruverslun er í aðeins um 30 metra fjarlægð frá gistingunni og sjá leikmenn sjálfir um að kaupa sér mat.

Fjöldi þjálfara sem fer með í ferðina mun ráðast af fjölda þátttakenda. Foreldrar eru velkomnir með.

Skráningar og fyrirspurnir skulu sendar á ritara BTÍ, Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur á netfangið [email protected] eigi síðar en 1. september nk. Berist skráningar síðar er ekki hægt að tryggja sama verð, vegna flugsins. Vakin er athygli á því að búðirnar lenda á heppilegri helgi, þ.e. þegar margir grunnskólar og framhaldsskólar eru í vetrarfríi.

Aðrar fréttir