Æfingabúðir landsliðsþjálfara 20.-22. september
Peter Nilsson, landsliðsþjálfari, heldur æfingabúðir í Íþróttahúsi Hagskóla 20.-22. september. Ein æfing var á föstudeginum (kl. 18.30-20.00), tvær eru á laugardeginum (kl. 13-15 og 17-19) og tvær á sunnudeginum (kl. 10-12 og 14-16).
Á æfingunum taka bæði þátt leikmenn úr A-landsliðshópi og unglingalandsliðshópi. Eftirtaldir leikmenn taka þátt um helgina:
Aldís Rún Lárusdóttir KR
Alexander Ivanov BH
Benedikt Aron Jóhannsson Víkingi
Benedikt Jiyao Davíðsson Víkingi
Birgir Ívarsson BH
Darian Adam Róbertsson Kinghorn HK
Eiríkur Logi Gunnarsson KR
Ellert Kristján Georgsson KR
Gestur Gunnarsson KR
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir KR
Helena Árnadóttir KR
Kristján Ágúst Ármann BH
Lúkas André Ólason KR
Magnús Jóhann Hjartarson Víkingi
Nevena Tasic Víkingi
Norbert Bedö KR
Óskar Agnarson HK
Pétur Gunnarsson KR
Sól Kristínadóttir Mixa BH
Þorbergur Freyr Pálmarsson BH
Þrennar æfingabúðir Peters til viðbótar eru fyrirhugaðar í vetur, í byrjun nóvember, í byrjun janúar og í byrjun maí. Sjá nánar í dagatali á síðunni.
Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.