Æfingabúðir með dönskum leikmönnum og þjálfara 18.-21. desember
Borðtennisdeild KR stendur fyrir æfingabúðum með dönskum þjálfara og fjórum leikmönnum fæddum 2002-2003 18.-21. desember. Æfingabúðirnar fara fram í Íþróttahúsi Hagaskóla. Yfir 20 leikmenn eru skráðir þegar þetta er ritað.
Þjálfarar í búðunum eru Niels Peter Stilling og Kristján Viðar Haraldsson.
Dagskráin er í viðhengi: aefingabudir-i-hagaskola-18-21-desember
Á forsíðumyndinni má sjá Kára Ármannsson úr KR og Magnús Gauta Úlfarsson úr BH á EM unglinga 2015.