Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir með dönskum leikmönnum og þjálfara

Æfingabúðir í borðtennis verða haldnar með dönskum leikmönnum og þjálfara 17.-21. desember í Íþróttahúsi Hagaskóla. Þjálfarar verða Niels Peter Stilling, Kristján Viðar Haraldsson og Tómas Ingi Shelton.

Þrír drengir og ein stúlka frá Danmörku hafa staðfest þátttöku í búðunum.

Verð er kr. 15.800 og er 25% systkinaafsláttur af öðru gjaldinu. Innifaldar eru æfingar tvisvar á dag, lokamót og pizzuveisla.

Skráning: [email protected], 8 200 007 (Kristján). Nokkur pláss eru enn laus.

Nánari upplýsingar í meðfylgjandi bréfi: ÆFingabúðir-í-borðtennis-17-21-desember

 

ÁMU

Aðrar fréttir