Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir með Færeyingum dagana 5.-7. október 2018 – myndir og myndband

Til landsins eru komnir 12 ungir borðtennisspilarar frá Færeyjum ásamt þjálfurum þeirra Pætur Albinus og Jan Berner og taka þátt í æfingabúðum með íslenskum iðkendum á aldrinum 9-17 ára en hvert félag innan BTÍ gafst kostur á að senda þrjá leikmenn í æfingabúðirnar. Hófust æfingar í gær föstudaginn 5. október og voru þá haldnar tvær æfingar, sú fyrri í aðstöðu Víkinga í TBR húsinu milli kl. 15.00-16.30 og sú seinni í aðstöðu KR í Íþróttahúsinu í Hagaskóla milli kl. 18.00-20.00. Æfingar halda áfram í dag í íþróttahúsinu við Hagaskóla og verða æfingar milli kl. 13.00-14.30 og aftur milli kl. 15.00-16.30. Eru allir velkomnir að koma og fylgjast með.

Metnaður er í starfi færeyska sambandsins og er frábært að fá frændþjóð okkar til landsins. Samböndin hafa undanfarin ár átt gott samstarf á Arctic mótinu sem haldið er árlega og er það næst á Íslandi í vor. Færeyingar sendu fjóra leikmenn á EM fullorðinna í september sl. á Spáni og íhuga nú þátttöku í öðrum alþjóðlegum mótum, m.a. Norður Evrópumóti fullorðinna og unglinga sem Ísland hefur tekið þátt í undanfarin ár. Er það von BTÍ að þessar æfingabúðir styrki samband leikmanna í löndunum og verði árlegur viðburður en stefnt er að því að íslenskur hópur verði sendur til Færeyjar á svipuðum tíma á næsta ári í æfingabúðir þar.

Á sunnudaginn er svo mót sem opið er öllum yngri spilurum í eftirfarandi flokkum:

  • Opinn flokkur tvíliðaleikur drengir (fæddir 2001 og síðar)
  • Opinn flokkur tvíliðaleikur stúlkur (fæddar 2001 og síðar)
  • Einliðaleikur minicadet stelpur (fæddar 2006 og síðar)
  • Einliðaleikur cadet stelpur (fæddar 2004-2005)
  • Einliðaleikur junior stelpur (fæddar 2001-2003)
  • Einliðaleikur cadet drengir (fæddir 2004-2005)

Sérstaklega er bent á að mini cadet strákar geta keppt upp fyrir sig ef þeir vilja í cadet flokki drengja. Þátttökugjald er kr. 600,- á mann sem greiðist á mótsstað.

Í færeyska hópnum eru eftirfarandi leikmenn:

Hópurinn:

Ári Fríðason Jensen (Tór)

Rói Seyer Hjaltason (Tór)

Victoria Debes (TBF)

Høgni Heinason (Tór)

Sólja Hilduberg Djurhuus (Tór)

Aron Frankieson Knudsen (Tór)

Julian Frankieson Knudsen (Tór)

Marin Elisabet Poulsen (TBF)

Anja Wongwai (TBF)

Heri Lava Láadal (Tór)

Tórur Eið Eliasen (Tór)

Britt Michelsen (TBF)

Aðrar fréttir