Æfingabúðir og þjálfara seminar á Íslandi 1.-8. ágúst 2019
Borðtennissambandið hlaut í ár styrk frá ETTU (European Table Tennis Union) til að halda æfingabúðir og þjálfara seminar. Munu æfingabúðir með íslenskum leikmönnum vera fyrstu dagana og tvo daga verður þjálfara seminar. Til landsins mun koma Ferenc Karsai en hann er að öðrum ólöstuðum líklegast einn virtasti þjálfarinn í Evrópu og heiminum. Er hann hokinn af reynslu.
Ferenc Karsai er fæddur árið 1949. Hann var þjálfari austuríska landsliðsins frá árinu 1995-2013. Hann var kosinn besti þjálfari (í öllum íþróttum) í Austuríki árið 2003. Árið 2004 var hann þjálfari heimsliðsins í keppni á móti Kína. Hann hefur þjálfað m.a. Werner Schlager (síðasti evrópski heimsmeistarinn í einliðaleik), Chen Weixing, Robert Gardos og Karl Kindrak. Hann er ráðgjafi belgíska landsliðsins og þjálfar enn í dag einstaka leikmenn, eins og t.d. Cedric Nuytinck og Robin Devos frá Belgíu.
Frekari upplýsingar um skráningu á búðirnar og þjálfaranámskeiðið verða birtar á vef BTÍ fljótlega.
Hægt er að sjá viðtöl við Ferenc Karsai á Youtube í klippunum hér að neðan.