Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir og þjálfaranámskeið með Ferenc Karsai 2.-7. ágúst nk.

Borðtennissambandið í samstarfi við ETTU verður með æfingabúðir dagana 2.-6. ágúst nk. og þjálfaranámskeið dagana 6.-7. ágúst nk. Þjálfari í búðunum og leiðbeinandi á þjálfaranámskeiðinu verður Ferenc Karsai. Ferenc Karsai er fyrrverandi þjálfari austuríska landsliðsins og er hann einn virtasti þjálfarinn í Evrópu. Er hann mjög þekktur fyrir kúluæfingar sem hann leggur mikla áherslu á í þjálfun, hvort heldur byrjenda eða lengra kominna. Ferenc Karsai kemur til landsins fimmtudaginn 1. ágúst og standa æfingabúðirnar yfir dagana 2. til 6. ágúst. Æfingar verða tvisvar á dag, 2 1/2 klst. í senn nema á þriðjudeginum 6. ágúst en þá verður ein æfing. Þjálfaranámskeiðið fer fram dagana 6.-7. ágúst nk og stendur yfir milli kl. 17.00 og 21.00. Er aðgangur á það ókeypis fyrir alla, hvort heldur þjálfara eða leikmenn sem áhuga hafa á því að bæta við þekkingu sína. Þeir sem hyggjast fara á þjálfaranámskeiðið eru beðnir um að skrá þátttöku sína á [email protected]. Umfjöllunarefni á námskeiðinu verða kynnt á næstu dögum.

Hér að neðan er skemmtilegt viðtal við Karsai fyrir þá sem vilja kynna sér þjálfunaraðferðir hans. Er þetta fyrsti hlutinn af 5 en hina hlutina er hægt að nálgast á Youtube

Aðrar fréttir