Æfingabúðir stúlkna á Hvolsvelli – myndband af búðunum
Frábærar æfingabúðir fyrir stelpur í borðtennis fóru fram á Hvolsvelli helgina 6.-7. janúar 2017.
Þátttaka var góð, 17 stelpur frá 3 félögum tóku þátt og fjórir þjálfarar, þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Aldís Rún Lárusdóttir og André Palma Fonseca, stýrðu búðunum.
Forstöðumenn Dímonar tóku að vanda mjög vel á móti hópnum og fá þau bestu þakkir fyrir.
Mjög ánægjulegt var að sjá hversu miklar framfarir hafa átt sér stað stelpunum undanfarið.
Hér að neðan er að finna myndband frá búðunum. Myndefnið er frá Aldísi og Auði og er það klippt af Hauki Óskari Þorgeirssyni.
https://www.facebook.com/173133982753227/videos/1563241043742507/