Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir Umf. Samherjar nk. laugardag 17. nóvember

Laugardaginn 17. nóvember verða æfingabúðir í borðtennis í íþróttamiðstöðinni við Hrafnagil á vegum Ungmennafélagsins Samherjar. Auglýsingu um búðirnar er að finna hér.

Umsjónarmaður og aðalþjálfari búðanna er Bjarni Þorgeir Bjarnason en hann hefur numið þjálfarafræðin á meistarastigi í háskólanum í Split í Króatíu. Æfingabúðirnar eru ætlaðar byrjendum jafnt sem lengra komnum og eru jafnt fyrir fullorðna og börn.

Þeir sem vilja fá gistingu hjá Umf. Samherjar eru beðnir að hafa samband ekki síðar en á fimmtudag. Það er gott fyrir
þátttakendur að hugsa fyrir nesti þótt það verði einhver veitingasala á staðnum. Æfingabúðirnar hefjast klukkan 10 og standa fram á kvöld. Þátttökugjald er 1.000 krónur sem greiðist við komu. Það er ágætt að fá skráningar á netfangið [email protected] eða í síma 862-2181. En ef menn gleyma að senda skráningu er hægt að taka við slíkri á staðnum.

Borðtennisvörur frá Pingpong.is

Við vekjum einnig athygli á því að Sigurður V. Sverrisson verður á staðnum þennan dag með borðtennisvörur en hann rekur verslunina pingpong.is sem er eina borðtennisverslun landsins.

Aðrar fréttir