Æfingabúðir unglingalandsliða Íslands og Færeyja 8.-11. mars
Helgina 8.-11. mars 2024 kemur færeyska unglingalandsliðið til landsins í æfingabúðir á vegum BTÍ hjá Garpi á Laugalandi. Færeyingarnir fengu danskan styrk til verkefnisins og um 8 krakkar munu mæta á þeirra vegum, auk tveggja fararstjóra.
Þjálfarar í búðunum verða Mattia Luigi Contu, unglingalandsliðsþjálfari og Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundsson, yfirþjálfari Garps.
Tilkynnt verður um val á íslenskum leikmönnum í búðirnar síðar meir, en búast má við að um 10 leikmenn fái boð.
Á forsíðunni má sjá salinn að Laugalandi, mynd frá Bæring Guðmundssyni.