Æfingabúðir unglingalandsliðshóps 19. desember tókust vel
Rúmlega 40 unglingar á aldrinum 10-17 ára frá 7 félögum mættu í grunnvals æfingabúðir unglingalandsliðshóps, sem haldnar voru í Íþróttahúsi Hagaskóla 19. desember. Skipting leikmanna eftir félögum var þessi: KR 20, Víkingur 6, BH 5, Ungmf. Samherjar 5, Ungmf. Hekla 2, Akur 2, HK 1.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá æfingunum frá Kristjáni Viðari Haraldssyni, unglingalandsliðsþjálfara. Hópnum var skipt upp og því eru ekki allir þátttakendur á hópmyndinni á forsíðunni.
ÁMU