Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingar fyrir U12 landsliðhóp

Sunnudaginn 8. desember voru haldnar tvær æfingar fyrir U12 landsliðshóp í Íþróttahúsi Snælandsskóla. Áður voru haldnar æfingar fyrir þennan hóp í október og í nóvember. Þjálfari á æfingunum er Bjarni Þorgeir Bjarnason, þjálfari HK.
Fyrirhugað er að æfingarnar verði haldnar mánaðarlega en þeim gæti fjölgað eftir áramót. Hugmyndin er að stuðla að hæfileikamótun þessa hóps í takt við afreksstefnu BTÍ með þessu nýja fyrirkomulagi.

Í hópnum eru leikmenn frá BH, Dímon, Garpi, HK, KR, UMF Laugdæla og Víkingi, og hugsanlega munu fleiri leikmenn og leikmenn frá öðrum félögum bætast við.

Á forsíðunni má sjá unga leikmenn HK á Íslandsmóti unglinga vorið 2024.

Aðrar fréttir