Æfingar hjá 20 félögum víða um land
Borðtennisveturinn er að hefjast og vakin er athygli á því að hægt er að æfa hjá 20 félögum víða um land! Yfirlit um borðtennisdeildir má finna á vefnum. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um félög og æfingar dregnar saman.
Höfuðborgarsvæðið:
- Borðtennisdeild KR í Vesturbæ Reykjavíkur – æfingar hefjast 1. september, allur aldur.
- Borðtennisdeild Víkings í Austurbæ Reykjavíkur – æfingar hefjast 2. september, allur aldur.
- Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík: Allur aldur.
- Borðtennisdeild Íþróttafélagið Leiknir: Æfingar hefjast með íþróttahátíð í Breiðholti 31. ágúst nk., 2x í viku, tafla í vinnslu, hægt að hafa samband við [email protected]
- Borðtennisdeild BH í Hafnarfirði: Æfingar hefjast 2. september, allur aldur.
- Borðtennisdeild HK í Kópavogi: Æfingar hafnar, allur aldur.
- Borðtennisfélag Mosfellsbæjar : Æfingar hefjast í september, áætlað tvisvar í viku, allur aldur.
Suðurnes:
- Borðtennisfélag Reykjanesbæjar – BR í Keflavík: Æfingar hefjast 2. september, 3x í viku, allur aldur.
Suðurland:
- Borðtennisdeild Dímonar á Hvolsvelli: Æfingar hefjast 2. september, 2x í viku fyrir grunnskólaaldur.
- Borðtennisdeild Selfoss: Æfingar hefjast 2. september, 3x í viku, styttra og lengra komnir.
- Íþróttafélagið Garpur á Laugalandi: Æfingar hefjast 4. september, 2x í viku fyrir grunnskólaaldur.
- Umf. Laugdælir á Laugarvatni: Æfingar hefjast í september, 3x í viku fyrir allan aldur.
- Ungmennafélag Skeiðamanna og Ungmennafélag Gnúpverja í Árnesi: Stefnt að æfingum 1x í viku frá september fyrir grunnskólaaldur.
- Ungmennafélagið ÁS á Kirkjubæjarklaustri: Æfingar hefjast í september, fjölskylduæfingar í borðtennis 1x í viku.
Austurland:
- Ungmennafélagið Valur Reyðarfirði: Æfingar hefjast 10. september, 2x í viku fyrir grunnskólaaldur.
- UMF Þristur á Egilstöðum: Staðsetning í vinnslu, hægt að hafa samband við Rafael Rökkvi Freysson.
- Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi: Tafla í vinnslu, æfingar fyrir grunnskólaaldur.
Norðurland:
- Borðtennisdeild Akurs: Æfingar hefjast 4. september, 2x í viku fyrir allan aldur.
- Borðtennis – Sauðárkrókur: Nokkrir æfingadagar í haust og vikulegar æfingar fyrir allan aldur frá janúar 1x í viku, hægt að hafa samband við Élise Plessis.