Landsliðið kom saman og æfði um helgina undir landsliðsþjálfaranum Peter Nilsson. Æfingarnar fóru fram í TBR-húsinu og Íþróttahúsi Snælandsskóla þar sem þau Ársól Clara Arnardóttir, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, Nevena Tasic, Sól Kristínardóttir Mixa, Stella Karen Kristjánsdóttir, Birgir Ívarsson, Björn Gunnarsson, Davíð Jónsson, Ingi Darvis Rodriguez, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Magnús Gauti Úlfarsson, Magnús Jóhann Hjartarson og Óskar Agnarsson æfðu. Stefnt er að því að nokkrir úr hópnum keppi í Noregi í næsta mánuði og Finnlandi í þar næsta.