Æfingar og keppni leyfð á ný með takmörkunum frá 13. janúar
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra verðar borðtennisæfingar og -keppni leyfð fyrir börn og fullorðna frá og með 13. janúar til 17. febrúar.
Æfingar og keppni verða leyfð með takmörkunum. Engir áhorfendur verða leyfðir og áfram skal gæta einstaklingsbundinna sóttvarna. Hámarksfjöldi þátttakenda er 50 manns, búningaaðstaða skal þrifin reglulega og sameiginlegir snertifletir sótthreinsaðir milli hópa. Sameiginleg áhöld (t.d. kúlur og sameiginlegir spaðar) skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag, loftræsting þarf að vera í lagi og lofta skal út úr rýminu yfir daginn.
Reglugerðina í heild má finna hér: Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Í dag var birt frétt um fyrirkomulag næstu umferða í deildakeppni.