Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Afmælismót Borðtennisdeildar KR 2. nóvember

Borðtennisdeild KR heldur afmælismót sunnudaginn
2. nóvember 2014 í KR-heimilinu við Frostaskjól. Mótið er haldið í tilefni af 115 ára afmæli KR og 45 ára afmæli
Borðtennisdeildar KR.

Á mótinu verður keppt í tvíliðaleik
og bryddað upp á nýjungum til skemmtunar. Leiknar verða 6 umferðir í einum
flokki samkvæmt Monrad kerfi, sem aðallega er notað á skákmótum.

Tímaáætlun

kl.
11:00 Tvíliðaleikur í einum flokki 

Skráning fyrir mótið (og fyrir Kjartansmótið, sem fram fer 1. nóvember) fer fram á vefnum á slóðinni (http://goo.gl/forms/WCQpSpQRN5) til kl. 18 miðvikudaginn 29. október 2014. Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ! Dregið verður í mótið við upphaf keppni 2. nóvember kl. 11.
Keppendur sem ekki eru mættir kl. 11 verða ekki dregnir inn í mótið enda þótt þeir hafi skráð sig til leiks! Þess vegna er mikilvægt að keppendur mæti á réttum tíma!

ÁMU

Aðrar fréttir