Afmælismót KR 22. september
Borðtennisdeild KR heldur afmælismót í tilefni af 50 ára afmæli deildarinnar og 120 ára afmæli KR sunnudaginn 22. september 2019 í Íþróttahúsi Hagaskóla, Neshaga 3 (miðinngangur). Á mótinu munu leika 6 leikmenn frá Wales, þrír karlar og þrjár konur, auk íslenskra leikmanna. Tvö þeirra eru í fullorðinsflokki, tvö í juniorflokki (16-18 ára) og tvö í kadettflokki (15 ára og yngri).
Þessir leikmenn frá Wales munu keppa við leikmenn frá KR í liðakeppni laugardaginn 21. september kl. 13 í Íþróttahúsi Hagaskóla og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Keppnisflokkar á afmælismótinu 22. september
- kl. 10:00 2. flokkur karla
- kl. 12:00 2. flokkur kvenna
- kl. 13:00 Opinn flokkur karla
- kl. 15:00 Opinn flokkur kvenna
Hver keppandi má aðeins leika í einum
keppnisflokki, þ.e. annað hvort í opnum flokki eða 2. flokki, og því geta þeir
sem hafa keppnisrétt í 2. flokki ekki keppt í báðum flokkunum.
Fyrirkomulag keppni
Keppt er í riðlum og spilað er með
útslætti upp úr riðlinum. Þrjár unnar lotur þarf til að vinna leik. Raðað
verður í töflu samkvæmt keppnisreglum eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ. Mótið
fer inn á styrkleikalista BTÍ en leikir á móti leikmönnum frá Wales telja ekki inn á listann.
Leikið verður á Stiga expert borðum
með hvítum 3ja stjörnu Stiga kúlum. Mælst er til þess að leikmenn leiki í
búningum síns félags. Verðlaun verða veitt fyrir fjögur
efstu sætin í öllum flokkum.
Þátttökugjöld: 1.000 krónur á
mann. Gjaldið greiðist í reiðufé á
mótsstað eða inn á bankareikning Borðtennisdeildar KR: 0137-26-008312,
kennitala 661191-1129. Senda skal tilkynningu við millifærslu á netfangið [email protected] og setja inn kennitölu leikmanns, sem greitt er
fyrir.
Skráning fer fram á vef Tournament Software (http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=9D7AABBB-91E0-4E6D-B072-8B2C106C15FB) til kl. 22 miðvikudaginn 18. september 2019. Setja skal kennitölu sem „Member ID“. Á vef BTÍ (www.bordtennis.is) eru leiðbeiningar um stofnun reiknings og skráningu á Tournament Software. Þeir, sem hafa áður stofnað reikning til að skrá sig á mót geta notað hann aftur. Ef ekki gengur að skrá sig á vef Tournament Software má senda skráningu til mótsstjórnar fyrir kl. 22 miðvikudaginn 18. september 2019. Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ!
Dregið verður í Íþróttahúsi Hagaskóla fimmtudaginn 19. september klukkan 19:00. Eftir að dregið hefur verið í mótið verður ekki bætt við keppendum, nema að um sannanleg mistök mótsstjórnar sé að ræða. Drátturinn verður birtur á vef Tournament Software.
Bréf um mótið: