Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Áfram leikið í liðakeppni á EM unglinga

Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir hefur leikið upp fyrir sig í liðakeppni en mun leika í kadettflokki í einstaklingskeppninni. Mynd: Finnur Hrafn Jónsson.

Í dag hélt keppni áfram í liðakeppni á EM unglinga. Lokið var við leiki í milliriðlum og keppni hafin um einstök sæti. Íslensku juniorliðin léku fyrri leiki sína um sæti 33-36 og töpuðu bæði. Stúlkurnar töpuðu 0-3 fyrir Írlandi og drengirnir 0-3 fyrir Búlgaríu. Þau leika því á morgun um sæti 35-36, og eru það síðustu leikirnir í liðakeppni. Bæði stúlkurnar og drengirnir leika við Armeníu.  

Íslenska sveinaliðið leikur í riðli með Finnlandi og Wales um sæti 35-37 en 39 lið voru mætt til leiks á mótinu. Liðið tapaði 0-3 fyrir Wales í dag og leikur við Finnland á morgun.

 

Íslensku unglingarnir unnu tvær lotur í dag. Dagur vann sína fyrstu lotu í einliðaleik gegn Wales og Sigrún Ebba vann lotu á móti Írlandi. Pétur og Skúli töpuðu tveimur lotum hvor með tveggja stiga mun á móti Búlgaríu.

ÁMU

Aðrar fréttir