Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ágætur árangur KR-inga á alþjóðlega Flanders mótinu í Belgíu

Tólf leikmenn úr KR tóku þátt í alþjóðlega Flanders mótinu í Ostend í Belgíu 10.-14. ágúst. Leikmenn náðu ágætum árangri og unnu allir a.m.k. einn leik. KR-ingarnir kepptu í unglingaflokkum, stigaflokkum og í liðakeppni.

Einu verðlaunahafarnir voru yngstu stúlkurnar, sem urðu í 2. sæti í telpnaflokki 13 ára og yngri. Það voru þær Katla Tjörvadóttir, Ólöf Sólveig Ólafsdóttir og Sveina Rósa Sigurðardóttir.

Sigrún Ebba Tómasdóttir komst í 8 manna úrslit í flokki stúlkna 16-18 ára, af 16 keppendum.
Einar Geirsson, þjálfari, tók þátt í tveimur getuflokkum og komst í 3. umferð (64 manna úrslit) í öðrum þeirra, en byrjað var í 256 manna töflu.

ÁMU

Keppendur og þjálfarar KR á mótsstað í Ostend í Belgíu (Mynd: Ásta M. Urbancic)

Aðrar fréttir