Agnes og Ellert hækkuðu mest á styrkleikalistanum 2018-2019
Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi, hækkaði mest allra
á styrkleikalista BTÍ frá 1. júlí 2018 til 1. júlí 2019 en hún bætti sig um 161
stig á milli ára. Það er einu stigi meira en Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir,
KR, bætti við sig á keppnistímabilinu. Ellert Kristján Georgsson, KR, hækkaði mest
allra karla á listanum á sama tíma, eða um 157 stig. Þetta er í fyrsta skipti,
síðan þessar samantektir birtust fyrst fyrir keppnistímabilið 2006-2007, sem
konur hækka mest á listanum.
Agnes hækkaði næstmest kvenna árið á undan, og hefur hækkað um 318 stig á tveimur árum. Margar borðtenniskonur eru í framför ef marka má styrkleikalistann, því alls hækkuðu sex konur um meira en 100 stig á listanum á milli ára. Þær voru, auk Agnesar og Krístínar: Harriet Cardew, BH (134 stig), Lóa Floriansdóttir Zink, KR (129 stig), Nevena Tasic, Víkingi (124 stig) og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR (104 stig). Það gerist ekki á hverju ári að kvenkyns borðtennisspilari bætti við sig 100 stigum á milli ára, og nú náðu s.s. sex konur þeim áfanga.
Ellert var meðal þeirra sem hækkuðu mest keppnistímabilið 2017-2018 og hefur
hækkað um 300 stig á tveimur árum. Birgir Ívarsson, BH hækkaði næstmest karla
og bætti sig um 134 stig á milli ára. Þar á eftir komu Örn Þórðarson, HK
(129 stig), Thomas Charukevic, BH (121 stig) og Gestur Gunnarsson, KR (119
stig). Aðrir karlar bættu við sig minna en 100 stigum á keppnistímabilinu.
Leiða má líkum að því að bróðurpartur þeirra sem hafa óbreyttan stigafjölda á styrkleikalista 1. júní 2019 og 1. júlí 2018 hafi ekki tekið þátt í mótum keppnistímabilið 2018-2019. Á kvennalistanum eru eingöngu konur sem hafa keppt árin 2015 og síðar en á karlalistanum eru ennþá karlar sem ekki hafa leikið síðan árin 2013 eða 2014. Þeir verða teknir út af styrkleikalistanum í sumar.
Sjá nánar í viðhengjum: