Agnes og Ingi Darvis borðtennisfólk Íslands árið 2020
Agnes Brynjarsdóttir og Ingi Darvis Rodriguez bæði úr Víking eru borðtennisfólk ársins 2020. Agnes varð Íslandsmeistari í annað sinn í einliðaleik í ár þegar hún varði titil sinn frá árinu 2019. Hún varð einnig Íslands og deildarmeistari í liðakeppni með Víking. Agnes sem aðeins er 14 ára er að sigra kjör um borðtenniskonu ársins í fyrsta sinn. Ingi Darvis varð Íslandsmeistari í einliðaleik í fyrsta sinn nú í ár og sigraði Íslandsmótið í liðakeppni með Víking. Ingi Darvis sigraði einnig norsku næst efstu deildina í liðakeppni með Sportsklubben Heros. Þetta er sömuleiðis hans fyrsta kjör. Stjórn BTÍ óskar þeim Agnesi og Inga til hamingju með kjörið.