Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Agnes og Ingi Darvis borðtennisfólk Íslands árið 2020

Agnes Brynjarsdóttir og Ingi Darvis Rodriguez bæði úr Víking eru borðtennisfólk ársins 2020. Agnes varð Íslandsmeistari í annað sinn í einliðaleik í ár þegar hún varði titil sinn frá árinu 2019. Hún varð einnig Íslands og deildarmeistari í liðakeppni með Víking. Agnes sem aðeins er 14 ára er að sigra kjör um borðtenniskonu ársins í fyrsta sinn. Ingi Darvis varð Íslandsmeistari í einliðaleik í fyrsta sinn nú í ár og sigraði Íslandsmótið í liðakeppni með Víking. Ingi Darvis sigraði einnig norsku næst efstu deildina í liðakeppni með Sportsklubben Heros. Þetta er sömuleiðis hans fyrsta kjör. Stjórn BTÍ óskar þeim Agnesi og Inga til hamingju með kjörið.

Agnes Brynjarsdóttir

Ingi Darvis Rodriguez

Aðrar fréttir