Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Agnes og Magnús Gauti Íslandsmeistarar 2019

Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi og Magnús Gauti Úlfarsson, BH, sigruðu í meistaraflokki á Íslandsmótinu 2019, sem fram fór um helgina í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Agnes er 12 ára og er yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna frá upphafi. Magnús Gauti sigraði í einliðaleik annað árið í röð.

Aðrir Íslandsmeistarar, sem krýndir voru á mótinu eru Aldís Rún Lárusdóttir og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR í tvíliðaleik kvenna og Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson, BH í tvíliðaleik karla. Í 1. flokki sigruðu Ársól Clara Arnardóttir, KR og Gestur Gunnarsson, KR. Í 2. flokki unnu Alexía Kristínardóttir Mixa, BH og Elvar Pierre Kjartansson, KR. Þá unnu Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson KR sigur í tvenndarkeppni, eins og áður hefur komið fram. Aldís Rún og Magnús Gauti sigruðu því tvöfalt á mótinu. Aldís Rún og Auður Tinna sigruðu einnig í tvíliðaleik kvenna í fyrra og vörðu því titil sinn.

Þetta er í fyrsta skipti sem Íslandsmótið í borðtennis fer fram í Kópavogi og var skipulag í höndum Borðtennisdeildar HK.

Verðlaunahafar:

Meistaraflokkur
kvenna

1. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi

2. Ingibjörg Sigríður Árnadóttir, Víkingi

3.-4. Aldís Rún Lárusdóttir, KR

3.-4. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

Agnes vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil af öryggi, og vann alla leiki sína 4-0. Í undanúrslitum vann hún meistara síðasta árs, Stellu Karen Kristjánsdóttur. Í úrslitum lagði hún Ingibjörgu S. Árnadóttur, Víkingi, sem tók spaðann af hilllunni til að keppa á mótinu (12-10, 11-9, 11-8, 11-5). Í undanúrslitum hafði Ingibjörg slegið út stigahæsta keppandann, Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR, 4-3.

 Meistaraflokkur
karla

1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH

2. Davíð Jónsson, KR

3.-4. Birgir Ívarsson, BH

3.-4. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi

Í úrslitaleiknum mættust Magnús Gauti og Davíð eins og í fyrra. Leikurinn var jafn og spennandi og lauk með 4-2 (11-6, 11-6, 9-11, 9-11, 11-5, 12-10) sigri Magnúsar, sem varði þar með titilinn sem hann vann í fyrsta skipti í fyrra.

Í undanúrslitum vann Magnús félaga sinn Birgi Ívarsson 4-3 í hörkuleik. Davíð lagði Inga Darvis Rodriguez úr Víkingi 4-0. Magnús K. Magnússon, fyrrum Íslandsmeistari, sem var raðað nr. 2, féll úr leik í 16 manna úrslitum fyrir Skúla Gunnarssyni úr KR, 3-4. Annar fyrrum Íslandsmeistari, Daði Freyr Guðmundsson, sem var raðað nr. 4, mátti játa sig sigraðan fyrir Birgi í 16 manna úrslitum 1-4.

 1. flokkur
kvenna

1. Ársól Clara Arnardóttir, KR

2. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

3.-4. Sól Kristínardóttir Mixa, BH

3.-4. Þóra Þórisdóttir, KR

Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Stella Karen Kristjánsdóttir, mátti játa sig sigraða í úrslitaleiknum, sem Ársól vann 3-0 (11-9. 11-7, 11-6).

1. flokkur karla

1. Gestur Gunnarsson, KR

2. Hlynur Sverrisson, Víkingi

3.-4. Brynjólfur Þórisson, HK

3.-4. Óskar Agnarsson, HK

Gestur sigraði nokkuð óvænt en honum var ekki raðað fyrirfram. Hann vann þrjá af fjórum stigahæstu mönnum í flokknum og vann Hlyn nokkuð örugglega 3-0 (11-8, 11-4, 11-6) í úrslitaleiknum. Gestur er fjórði bróðirinn í fjölskyldunni til að verða Íslandsmeistari í borðtennis og þá hefur móðir hans, Guðrún Gestsdóttir einnig orðið Íslandsmeistari í öðlingaflokki.

2. flokkur
kvenna

1. Alexía Kristínardóttir Mixa, BH

2. Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR

3.-4. Lóa Floriansdóttir Zink, KR

3.-4. Sandra Dís Guðmundsdóttir, BH

Alexíu var raðað nr. 4, en hún gerði sér lítið fyrir og vann tvær stigahæstu konurnar, Hildi Höllu og Lóu. Úrslitaleikurinn gegn Hildi fór 3-1 (11-7, 11-3, 6-11, 11-1) og Alexía vann þar með fyrsta titil sinn í fullorðinsflokki.

 2. flokkur karla

1. Elvar Pierre Kjartansson, KR

2. Adam Miroslaw Sworowski, BH

3.-4. Amid Derayat, HK

3.-4. Magnús Birgir Kristinsson, Víkingi

Elvari var raðað nr. 2 en hann tapaði aðeins einni lotu í flokknum og það var í úrslitaleiknum gegn Adam. Honum lauk með 3-1 (11-8, 11-6, 10-12, 11-7) sigri Elvars.

Tvíliðaleikur
kvenna

1. Aldís Rún Lárusdóttir/Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR

2. Agnes Brynjarsdóttir/Ingibjörg Sigríður Árnadóttir,
Víkingi

3.-4. Berglind Anna Magnúsdóttir/Kristín Ingibjörg
Magnúsdóttir, KR

3.-4. Lára Ívarsdóttir/Þóra Þórisdóttir, KR

Aldís og Auður vörðu titilinn sem þær unnu í fyrra, og unnu nokkuð öruggan 3-0 (11-5, 11-9, 11-9) sigur í úrslitaleiknum gegn Agnesi og Ingibjörgu.

Tvíliðaleikur karla

1. Birgir Ívarsson/Magnús Gauti Úlfarsson, BH

2. Davíð Jónsson/Ingólfur Sveinn Ingólfsson, KR

3.-4. Ingi Darvis Rodriguez/ Magnús Jóhann Hjartarson,
Víkingi

3.-4. Magnús K. Magnússon/Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi

Þeir Birgir og Magnús Gauti léku til úrslita annað árið í röð en í fyrra máttu þeir játa sig sigraða gegn Davíð Jónssyni og Skúla Gunnarssyni. Nú var hins vegar komið að þeim félögum að vinna titilinn og töpuðu þeir ekki lotu í tvíliðaleiknum. Þeir unnu Davíð og Ingólf 11-9, 11-8, 11-7 í úrslitaleiknum og unnu sinn fyrsta titil í tvíliðaleik í fullorðinsflokki, en þeir hafa áður unnið marga titla í tvíliðaleik í unglingaflokkum.

Tvenndarleikur

1. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir, KR

2. Ellert Kristján Georgsson/Auður Tinna Aðalbjarnardóttir,
KR

3.-4. Gunnar Snorri Ragnarsson/Ársól Clara Arnardóttir, KR

3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson/Stella Karen Kristjánsdóttir,
Víkingi

Davíð og Aldís urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik þriðja árið í röð og í fjórða skipti alls. Þau þurftu að hafa fyrir sigrinum því þau lögðu Ellert og Auði 3-2 (11-1, 9-11, 11-9, 5-11, 11-5) í úrslitum og voru undir um tíma í oddalotunni. Ellert og Auður komust nokkuð óvænt í úrslit, en þeim var ekki raðað fyrirfram.

Fjölmargar myndir frá mótinu hafa verið settar á fésbókarsíðu BTÍ og er einnig tenging í myndir frá mótinu í frétt á þessari síðu.

ÁMU (uppfært 4.3. og myndir settar inn 5.3.)

Aðrar fréttir