Akur-A og KR-E sigruðu í leikjum í 2. deild
Tveir leikir fóru fram í 2. deild í 13. og 14. desember. Í norðurriðli sigraði Akur-A Samherja-C 4-0 á heimavelli Samherja að Hrafnagili. Akur-A er því ósigrað í norðurriðli en Samherjar-C töpuðu sínum fyrsta leik.
Í suðurriðli B vann KR-E lið Dímonar/Heklu 4-0 í Íþróttahúsi Hagaskóla, í leik sem var frestað frá 9. desember.
Úrslit úr einstökum leikjum
Samherjar-C – Akur-A 0-4
- Tristan Ingvason – Hlynur Sverrisson 0-3
- Jóhannes Bjarki Sigurðsson – Júlíus Fannar Thorarensen 2-3
- Sigurður Eiríksson – Magnús B. Kristinsson 0-3
- Jóhannes/Sigurður – Hlynur/Magnús 0-3
KR-E – Dímon/Hekla 4-0
- Guðmundur Örn Halldórsson – Þorgils Gunnarsson 3-0
- Hannes Guðrúnarson – Reynir Björgvinsson 3-1
- Finnur Hrafn Jónsson – Bergrún Linda Björgvinsdóttir 3-1
- Guðmundur/Hannes – Reynir/Þorgils 3-0
Leik Samherja-A og Akurs-B, sem einnig átti að fara fram 13. desember var frestað, og hefur nýr leikdagur ekki verið ákveðinn. Leik Æskunnar og Samherja-B, sem fara á fram 15. desember var einnig frestað.
Mynd frá Starra Heiðmarssyni af Brimari Guðmundssyni, leikmanni Akurs-B.
ÁMU (uppfært 15.12.)