Akur-A og Samherjar-C sigruðu í 2. deild karla norður
Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla norðurriðli sunnudaginn 10. janúar. Akur-A sigraði Samherja-A 4-0 og Samherjar-C unnu Akur-D 4-0.
Úrslit úr einstökum leikjum:
Samherjar-C – Akur-D 4-0
- Sigurður Eiríksson – Ingimar Andri Ómarsson 3-1
- Ólafur Ingi Sigurðarson – Arnar Burkni Gunnarsson 3-0
- Tristan Ingvason – Þórhallur Pétursson 3-2
- Sigurður/Tristan – Arnar/Ingimar 3-1
Samherjar-A – Akur-A 0-4
- Sindri Sigurðarson – Markus Meckl 0-3
- Heiðmar Sigmarsson – Hlynur Sverrisson 0-3
- Úlfur Hugi Sigmundsson – Júlíus Fannar Thorarensen 0-3
- Heiðmar/Sindri – Hlynur/Markus 0-3
Stöðuna í norðurriðli 2. deildar má sjá með því að velja Keppni/mót á flipanum efst á vefsíðunni, velja deildarkeppni og svo 2. deild. Með því að velja 2. deild norður má sjá stöðuna og alla leiki í deildinni. Nokkra daga getur tekið fyrir nýjustu úrslitin að koma inn á síðuna.
Á forsíðumyndinni má sjá C-lið Samherja.
ÁMU