Akur-B og Akur-D sigruðu Samherja í norðurriðli 2. deildar
Tveir leikir fóru fram í norðurriðli 2. deildar 24. febrúar í Glerárskóla. Akur-B sigraði Samherja-C 4-0 og Akur-D lagði Samherja-A 4-1. Akur-B er með 16 stig eftir 11 leiki og á enn möguleika á að ná öðru sæti í riðlinum og þar með að komast í undanúrslit.
Úrslit úr einstökum leikjum
Akur-B – Samherjar-C 4-0
- Þorsteinn Már Þorvaldsson – Tristan Ingvason 3-2
- Magnús B. Kristinsson – Vakant 1-0
- Gunnar A. Arason – Sigurður Eiríksson 3-2
- Magnús/Þorsteinn – Sigurður/Tristan 3-1
Akur-D – Samherjar-A 4-1
- Arnar Burkni Gunnarsson – Sindri Sigurðarson 0-3
- Ingimar Andri Ómarsson – Úlfur Hugi Sigmundsson 3-1
- Þórhallur Pétursson – Trausti Sigurðarson 3-0
- Arnar/Ingimar – Hildur Marín Gísladóttir/Sindri 3-2
- Ingimar Andri Ómarsson – Sindri Sigurðarson 3-1
Forsíðumyndin er af A-liði Samherja fyrr í vetur með þjálfara sínum.
ÁMU (uppfært 25.2.)