Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Akur, BH-B, BH-C og Víkingur-B leika í úrslitakeppni 2. deildar

Síðustu leikirnir í riðlakeppni 2. deildar fóru fram í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 3. febrúar. Akur og BH-C tryggðu sér lokasætin í undanúrslitum deildarinnar en fyrir leiki helgarinnar var ljóst að BH-B og Víkingur-B hefðu komist áfram í undanúrslit.

Í undanúrslitum mætast annars vegar BH-B og BH-C og hins vegar Víkingur-B og Akur. Undanúrslitin fara fram í apríl.

B-lið BH sigraði í A-riðli með 14 stig og Akur varð í 2. sæti með 12 stig. KR-C varð í 3. sæti með 8 stig en liðið keppti um sæti í undanúrslitum við Akur í lokaumferðinni. Akur vann þann leik 3-0 og þar með varð sætið í undanúrslitum þeirra. Víkingur-C fékk 6 stig og HK-C ekkert stig.

Í B-riðli vann Víkingur-B riðilinn með fullt hús stiga, 16 stig. Víkingar þurftu þó að taka á öllu sínu í lokaleik sínum og unnu C-lið BH í oddalotu í oddaleik, 3-2. C-lið BH varð í 2. sæti í B-riðli með 10 stig, KR-D fékk 6 stig og ÍFR og Umf. Samherjar fengu 4 stig.

Úrslit úr leikjum dagsins

A-riðill

Akur A – HK C 3-0 (HK-C mætti ekki til leiks)
Víkingur C – KR C 3-1
KR C – Akur A 0-3
HK C BH B 0-3 (HK-C mætti ekki til leiks)

B-riðill

ÍFR – Samherjar 3-0 (Samherjar mættu ekki til leiks)
BH C – Víkingur B 2-3
Samherjar – BH C 0-3 (Samherjar mættu ekki til leiks)
KR D – ÍFR 3-1

Á forsíðumyndinni má sjá Björn Brynjar Jónsson úr BH-B og Markus Meckl úr Akri frá leik liðanna í janúar, en bæði liðin leika í úrslitakeppninni. Mynd af fésbókarsíðu BTÍ.

 

ÁMU

 

Aðrar fréttir