Aldís og Daði í forystu í Grand Prix mótaröðinni eftir tvö mót
Aldís Rún Lárusdóttir úr KR og Daði Freyr Guðmundsson úr Víkingi hafa forystu í Grand Prix mótaröð Borðtennissambands Íslands eftir þau tvö mót sem haldin hafa verið. Aldís hefur 12 stig í kvennaflokki en Daði 10 stig í karlaflokki. Csanád Forgács-Balint úr HK er í öðru sæti í karlaflokki með 8 stig og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK er í öðru sæti í kvennaflokki, einnig með 8 stig.
Borðtennisdeild KR heldur þriðja Grand Prix mótið sunnudaginn 10. janúar, BH heldur mót helgina 6.-7. febrúar og Víkingur síðasta mótið þann 14. febrúar. Átta stigahæstu karlarnir og konurnar að loknum þessum fimm mótum öðlast þátttökurétt á lokamótinu, sem haldið verður 16. apríl.
Í meðfylgjandi skjali má sjá þá leikmenn, sem hafa fengið stig á Grand Prix mótaröðinni: Grand prix mótaröðin 2015-16 29.12.2015
Á forsíðunni er eldri mynd af Aldísi, tekin eftir sigur á lokamóti Grand Prix mótaraðarinnar, líklega árið 2013.
ÁMU