Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Aldís og Davíð borðtennisfólk KR 2018

Nýlega voru afhentar viðurkenningar til borðtennisfólks KR 2018. Fyrir valinu urðu Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson. Það var stjórn deildarinnar 2017-2018 sem valdi þau Aldísi og Davíð og var tilkynnt um valið í apríl sl.

Eftirfarandi umsagnir um Aldísi og Davíð fylgdu frá stjórn deildarinnar:

Aldís Rún Lárusdóttir

Aldís varð þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis vorið 2018. Hún sigraði í tvíliðaleik með Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, í tvenndarleik með Davíð Jónssyni og fékk brons í einliðaleik á Íslandsmótinu. Hún var líka í A-liði KR, sem varð deildarmeistari og Íslandsmeistari í 1. deild kvenna fjórða árið í röð, og tapaði Aldís ekki leik í deildarkeppninni á keppnistímabilinu.

Aldís lék með landsliðiðinu á Smáþjóðaleikunum sumarið 2017 og hefur verið valin í liðið, sem keppir á Arctic mótinu á Grænlandi í maí 2018.

Auk þess hefur Aldís verið formaður Borðtennisdeildar KR undanfarin ár og verið öflugur leiðtogi  borðtennisfólks innan félags sem utan.

Davíð Jónsson

Davíð varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik á Íslandsmótinu 2018 með Skúla Gunnarssyni og í tvenndarleik með Aldísi Rún Lárusdóttur. Þá varð Davíð í 2. sæti í einliðaleik og lék með bronsliði KR-A í 1. deild karla.

Davíð stundar nám í Slóvakíu, og hefur því ekki tekið þátt í mörgum mótum á Íslandi á keppnistímabilinu. Davíð sigraði á Grand Prix móti BH í janúar, sem var eina mótið sem hann lék á, utan Íslandsmótsins. Hann hefur verið valinn í landsliðið fyrir Norður-Evrópumótið, sem fram fer í Eistlandi í maí.

Á forsíðumyndinni má sjá þau Davíð og Aldísi.

 

ÁMU

Aðrar fréttir