Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Aldís og Guðrún leika á HM öldunga

Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir úr KR leika þessa dagana á HM öldunga, eða ITTF World Masters Championships eins og mótið er kallað núna. Mótið fer fram í Róm á Ítalíu 6.-14. júlí. Á mótinu eru um 6.100 keppendur og leikið er á 350 borðum.

Þær Aldís og Guðrún leika í einliðaleik og saman í tvíliðaleik 40+ ára og eldri. Þær kepptu svo í tvenndarleik 40 ára og eldri með erlendum leikmönnum, Aldís með karli frá Indlandi og Guðrún með manni frá Ítalíu.

Aldís lék í riðli 14 í einliðaleik og sigraði konu frá Bandaríkjunum 3-1, tapaði 1-3 fyrir leikmanni frá Spáni og 0-3 fyrir þýskri konu.

Guðrún lék í riðli 15 í einliðaleik og tapaði öllum leikjum sínum, 1-3 fyrir leikmanni frá Brasilíu, 0-3 fyrir leikmanni frá Kolombíu og Þýskalandi.

Aldís og Guðrún kepptu í riðli 5 í tvíliðaleik. Þær unnu par frá Þýskalandi 3-0 en töpuðu 0-3 fyrir blönduðum pörum frá Danmörku/Frakklandi og Kanada/Portúgal.

Í tvenndarleik kepptu Aldís og Chander Sanjeet Karamchandani í riðli 21 og töpuðu öllum leikjum sínum 0-3, gegn pörum frá Portúgal, Þýskalandi og blönduðu pari frá Japan og Frakklandi.

Guðrún og Andrea Saccet léku í riðli 16 og töpuðu 10-12 í oddalotu gegn þýsku pari en töpuðu 0-3 fyrir pari frá Slóveníu og öðru frá Póllandi.

Þær Aldís og Guðrún hafa því lokið keppni í aðalkeppninni en eiga eftir að leika í B-keppni en hún hefst 11. júlí.

Hér má sjá úrslitin úr leikjum þeirra Aldísar og Guðrúnar: https://wmc2024.ittf.com/

Myndir frá Aldísi.

Aðrar fréttir