Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Aldís Rún Lárusdóttir íþróttakona KR

Á aðalfundi KR 3. maí var tilkynnt að Aldís Rún Lárusdóttir væri íþróttakona KR árið 2017. Darri Hilmarsson, körfuknattleiksmaður, var valinn íþróttakarl KR 2017.

Aldís varð tvöfaldur Íslandsmeistari vorið 2017 en hún sigraði í tvenndarleik á Íslandsmótinu og varð í 2. sæti í einliðaleik og tvíliðaleik. Hún var leikjahæsti leikmaðurinn í A-liði KR, sem varð deildarmeistari og Íslandsmeistari í 1. deild kvenna og tapaði Aldís ekki leik í deildarkeppninni á keppnistímabilinu.

Aldís sigraði í kvennaflokki á Reykjavíkurleikunum 2017, á Grand Prix móti KR, á Grand Prix móti BH og í liðakeppni kvenna á Kjartansmóti KR.

Aldís sigraði í tvíliðaleik á Arctic mótinu í maí 2016, og var í sigurliði Íslands í liðakeppni kvenna. Þá var Aldís í landsliðinu sem keppti í forkeppni Evrópumóts landsliða í nóvember í Danmörku og vann eina leik Íslands í forkeppninni.

Auk þess hefur Aldís verið formaður Borðtennisdeildar KR undanfarin ár og verið öflugur leiðtogi  borðtennisfólks innan KR sem utan.

 

ÁMU

Aðrar fréttir