Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson Íslandsmeistarar í tvenndarkeppni

Davíð Jónsson og Aldís Rún Lárusdóttir (Mynd: Guðrún G Björnsdóttir)

Fyrri dagur Íslandsmótsins í borðtennis fór fram í KR-heimilinu í dag. Leikið var til úrslita í tvenndarkeppni og urðu Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson Íslandsmeistarar í fyrsta skipti. Þau sigruðu Magnús K. Magnússon og Eyrúnu Elíasdóttur úr Víkingi í úrslitaleik 3-1 (11-13, 13-11, 11-6, 11-8). Magnús varð Íslandsmeistari í fyrra með Lilju Rós Jóhannesdóttur og átti því titil að verja.

Í undanúrslitum sigruðu Davíð og Aldís Daða Frey Guðmundsson og Berglindi Ósk Sigurjónsdóttur úr Víkingi 3-1 en Magnús og Eyrún unnu systkinin Pétur Martein og Sigrúnu Ebbu Tómasarbörn úr KR 3-1.

Úrslit úr öllum leikjum dagsins eru komin inn á síðu mótsins á vef Tournament Software:

Sunnudaginn 8. mars er leikið í undanúrslitum og úrslitum í öðrum flokkum og hefst keppni kl. 11.30.
Áætlað er að verðlaunaafhending fari fram um kl. 16.

ÁMU

Aðrar fréttir