Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir sigruðu í tvíliðaleik á Arctic open
Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir sigruðu í tvíliðaleik kvenna á Arctic mótinu í borðtennis, sem lauk í TBR-húsinu í dag. Þær lögðu grænlenska parið Rosa-Marie Petersen og Bodil-Mona Fredriksen 3-2 (12-10. 11-8, 6-11, 9-11, 11-9) í æsispennandi úrslitaleik. Aldís og Guðrún voru undir 4-9 í oddalotunni en skoruðu sjö síðustu stigin og sigruðu 11-9. Aldís og Guðrún lögðu Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur og Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur í undanúrslitum, svo þær síðarnefndu fengu bronsverðlaun.
Daði Freyr Guðmundsson hafnaði í 2. sæti í einliðaleik karla, eftir 0-4 (10-12, 6-11, 8-11, 3-11) tap gegn Ivik Nielsen frá Grænlandi. Ivik varði þar með titilinn sem hann vann í fyrra. Ivik vann alla sína leiki í einliðaleik 4-0 og hann tapaði heldur ekki leik í liðakeppninni. Hann er tvímælalaust maður mótsins, þar sem hann vann fjögur gullverðlaun, í einliðaleik, tvíliðaleik ásamt bróður sínum Aqqalu, tvenndarleik með Melissu Laren og í liðakeppni með Grænlandi-A.
Íslensku konurnar í A-liði Íslands, þær Aldís Rún Lárusdóttir, Guðrún G Björnsdóttir og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir unnu tvö gull hver á mótinu.
Klippur og streymi úr mörgum leikjum á mótinu má sjá á Facebook síðu Borðtennissambands Íslands.
Úrslit úr öllum leikjum mótsins má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=68377BB8-6187-4992-B99C-CAEA2F21A70C
Verðlaunahafar 16. maí
Grein Nafn Land
Einliðaleikur karla
1 Ivik Nielsen Grænland
2 Daði Freyr Guðmundsson Ísland
3 Aqqalu Nielsen Grænland
3 Aka-Mark Møller Grænland
Tvíliðaleikur kvenna
1 Guðrún G Björnsdóttir+Aldís Rún Lárusdóttir Ísland
2 Bodil-Mona Frederiksen+Rosa-Marie Petersen Grænland
3 Melissa Larsen+Inngili Petersen Grænland
3 Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir+Bergrún Linda Björgvinsdóttir Ísland
Verðlaunahafar í einliðaleik karla með Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ og Sigurði Val Sverrissyni, formanni BTÍ.
Þorri keppenda á mótinu.
Myndir frá Finni Hrafni Jónssyni.
Fleiri myndir af verðlaunaafhendingunni frá Finni má sjá á http://www.dexxen.com/arctic2016ceremony
ÁMU (uppfært 19.5.)