Aldís Rún og Magnús Gauti efst í Grand Prix mótaröðinni
Að loknu Grand Prix móti BH 18. febrúar hafa Aldís Rún Lárusdóttir, KR, og Magnús Gauti Úlfarsson, BH forystu í Grand Prix mótaröð BTÍ. Aðeins eitt mót er eftir í mótaröðinni, og fer það fram laugardaginn 25. febrúar.
Átta stigahæstu karlarnir og konurnar komast á lokamót mótaraðarinnar, sem haldið verður 8. apríl nk.
Staðan í mótaröðinni: Grand prix mótaröðin 2016-17
Mynd úr myndamöppu BTÍ.
ÁMU