Aldursflokkamót BH laugardaginn 30. janúar nk.
Loks hafa mót geta hafist að nýju og að baki tvær góðar mótahelgar í liðakeppnum Keldudeildar og 2. deildar karla og kvenna. Nú er loks komið að móti í barna og unglingaflokkum og verður næstkomandi laugardag aldursflokkamót sem haldið verður af BH í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Vegna COVID eru áhorfendur ekki leyfðir og gætt verður að sóttvörnum. Auglýsingu um mótið er að finna hér.