Aldursflokkamót BH laugardaginn 9. október 2021
Þá er keppnisveturinn að hefjast og ætlar BH að hafa fyrst mót vetrarins fyrir börn og unglinga í stóra salnum í BH næstkomandi laugardag 9. október. Skráning þarf að berast fyrir nk. föstudag 8. október kl. 13.00. hér að neðan er að finna hlekk á auglýsingu fyrir mótið:
https://bordtennis.is/wp-content/uploads/2021/10/Aldursflokkamot-BH-oktober-2021-PDF.pdf
Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppt verður með upp&niður fyrirkomulagi þannig að leikmenn raðast í deildir eftir styrkleika og geta færst upp og niður eftir því sem líður á mótið. Markmið mótsins er að allir leikmenn fái jafn marga leiki við sinn styrkleikaflokk.
Leiknar verða 3 umferðir í þriggja manna riðlum þar sem allir leika við alla. Sá sem endar efst í riðlinum að lokinni hverri umferð færist upp og sá sem endar neðst í riðlinum færist niður.
Veitt verða þátttakendaverðlaun fyrir alla keppendur í Mini Cadet og verða veittar medalíur fyrir 1.-3. sæti í öllum deildum í U21 flokki.
Þáttökugjald er 1500kr fyrir báða flokka.