Aldursflokkamót BH sunnudaginn 19. febrúar nk. í íþróttahúsinu við Strandgötu Hafnarfirði
Aldursflokkamót Borðtennisdeildar BH fer fram sunnudaginn 19. febrúar 2017 í stóra salnum í Íþróttahúsinu við Strandgötu, Strandgötu 53, Hafnarfirði. Auglýsingu um mótið er að finna hér.
Dagskrá og fyrirkomulag
10:00 Einliðaleikur hnokka f. 2006 og síðar
13:30 Einliðaleikur táta f. 2006 og síðar
10:00 Einliðaleikur pilta f. 2004-2005
13:30 Einliðaleikur telpna f. 2004-2005
11:30 Einliðaleikur sveina f. 2002-2003
13:30 Einliðaleikur meyja f. 2002-2003
13:00 Einliðaleikur drengja f. 1999-2001
13:30 Einliðaleikur stúlkna f. 1999-2001
Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 17. febrúar kl. 12:00
Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags.Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.
Þátttökugjöld: 1.000 krónur á mann. Gjaldið greiðist á mótsstað eða inn á bankareikning Borðtennisdeildar BH: : Kt: 620709-0180 0544-26-16207 Setjið í skýringu við greiðsluna fyrir hvaða leikmann greitt er. Sendið afrit á [email protected].
Senda skal tilkynningu við millifærslu á netfangið [email protected] og sett inn kennitala leikmanns, sem greitt er fyrir.
Mótsstjórn skipa Tómas Ingi Shelton, Jóhannes Bjarki Urbancic og Ingimar Ingimarsson. Yfirdómari verður auglýstar síðar.
Skráningar og spurningar berist til [email protected]