Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Aldursflokkamót Dímonar laugardaginn 24. október

 

Aldursflokkamót Dímonar, sem er aldursflokkamót í mótaröð BTÍ  verður haldið, fyrsta vetrardag sem er laugardagurinn 24. október í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli og hefst kl. 11:00.

Dagskrá mótsins:

  1. 11:00 Einliðaleikur hnokkar f. 2005 og yngri
  2. 11:00 Einliðaleikur tátur f. 2005 og yngri
  3. 11:15 Einliðaleikur piltar f. 2003 -2004
  4. 11:15 Einliðaleikur telpur f . 2003 -2004
  5. 11:45 Einliðaleikur sveinar f. 2001-2002
  6. 11:45 Einliðaleikur meyjar f. 2001-2002
  7. 11:45 Einliðaleikur drengja f. 1998-2000
  8. 11:45 Einliðaleikur stúlkna f. 1998 -2000

Skráningargjald er kr. 600,- á þátttakanda. Kennitölur þurfa að fylgja skráningum.

Síðasti skráningardagur er föstudaginn 23. október  kl. 21:00 og skal skráningum skilað til [email protected] eða [email protected]

Leikið verður með hvítum  *** kúlum á STIGA borðum. Leiknar verða 3 -5 lotur eftir riðlafyrirkomulagi þar sem 2 efstu komast áfram, eftir það verður leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Raðað verður eftir styrkleikalista BTÍ.

Yfirdómarar verða Sigurjón Sváfnisson og Ólafur Elí Magnússon. Mótstjórn óskar eftir að leikmenn leiki í búningum síns félags.

Keppni hefst kl. 11: 00 að staðartíma á Hvolsvelli.

Dregið verður í riðla kl 08:30 á laugardagsmorgni á skrifstofu Dímonar í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli.

Verðlaun eru veitt fyrir fjögur efstu sæti í öllum flokkum. Verðlaunaafhending verður strax að loknu móti. Aðeins er hægt að leika í einum aldursflokki.

Mótstjóri verður Ásta Laufey Sigurðardóttir.

Bréf í viðhengi. Dímon 1 vetrardagur 24.10.2015

ÁMU

Aðrar fréttir