Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Aldursflokkamót og Opið mót í BH laugardaginn 7. október nk.

Laugardaginn 7. október nk. verða tvö mót í BH í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Annars vegar aldursflokkamót og hins vegar Opið mót. Aldursflokkamótið hefst kl. 09.00 og Opna mótið kl. 11.00. Skráningarfrestur er til kl. 17:00 nk. föstudag 6. október. Vakin er athygli á því að í aldursflokkamótinu er hægt að keppa í eigin aldursflokki og einnig í eldri aldursflokkum ef vill. Skráningar berist til: [email protected].

Þátttökugjöld: 2.500 krónur á mann. Gjaldið greiðist á mótsstað eða inn á bankareikning Borðtennisdeildar BH: Kt: 620709-0180 0544-26-16207.  Setjið í skýringu við greiðsluna fyrir hvaða leikmann greitt er. Sendið afrit á [email protected].

Senda skal tilkynningu við millifærslu á netfangið [email protected]  og setja inn kennitölu leikmanns, sem greitt er fyrir.

Mótsstjórn skipa Ingimar Ingimarsson, Tómas Ingi Shelton og Jóhannes Bjarki Urbancic 

Skráningar og spurningar berist til [email protected]

Aldursflokkamót:

Keppt verður í aldursflokkum, nánar tiltekið 11 ára og yngri, 12-13 ára, 14.-15 ára og 16-18 ára í sameinuðum flokkum stelpna og stráka. Keppt verður í riðlum þar sem tveir efstu fara áfram í útsláttarkeppni.

Tímasetningar fyrir aldursflokkamót:

09.00: 11 ára og yngri (strákar og stelpur fædd 2013 og síðar)

09.00: 14- 15 ára (stelpur og strákar fædd 2009-2010)

12.00: 12-13 ára (strákar og stelpur fædd 2011-2012)

12.00: 16-18 ára (stelpur og strákar fædd 2006-2008).

Opið mót:

Opna mótið er opið fyrir alla, konur og karla. Keppt verður í riðlum þar sem tveir efstu úr hverjum riðli fara áfram í útsláttarkeppni.

Tímasetning fyrir Opna mótið: 

11.00: Mót hefst.

 

Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags. Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum nema í flokki 11 ára og yngri þar sem veitt verða þátttökuverðlaun.

 

Aðrar fréttir