Fyrirhugað aldursflokkamót sem halda átti sunnudaginn 16. febrúar í TBR húsinu á vegum Víkinga fellur niður vegna æfingabúða sem haldnar verða á Hvolsvelli næstu helgi.  Mun Víkingur reyna að finna mótinu stað fyrir lokamót aldursflokkamótaraðarinnar sem haldið er þann 6. apríl nk.