Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Aldursflokkamót Umf. Samherja 15. nóvember

Sunnudaginn 15. nóvember heldur Ungmennafélagið Samherjar aldursflokkamót í borðtennis í íþróttahúsinu að Hrafnagili.  Mótið er innan aldursflokkamótaraðar BTÍ og hefst klukkan 9:30.

Keppt verður í einliðaleik í 4 aldursflokkum.

  1. 9:30 Einliðaleikur hnokkar f. 2005 og yngri
  2. 9:30 Einliðaleikur tátur f. 2005 og yngri
  3. 9:45 Einliðaleikur piltar f. 2003 -2004
  4. 9:45 Einliðaleikur telpur f . 2003 -2004
  5. 10:30 Einliðaleikur sveinar f. 2001-2002
  6. 10:30 Einliðaleikur meyjar f. 2001-2002
  7. 10:30 Einliðaleikur drengja f. 1998-2000
  8. 10:30 Einliðaleikur stúlkna f. 1998 -2000

Skráningarfrestur er til 18:00 laugardaginn 14. nóvember og skal kennitala fylgja skráningu.  Þátttökugjald er 600 krónur.

Skráningar sendist á netfangið [email protected] eða [email protected] .

Leikið verður með hvítum þriggja stjörnu Butterfly keppniskúlum.

Leiknar verða 3 -5 lotur eftir riðlafyrirkomulagi þar sem 2 efstu komast áfram, eftir það verður leikið með útsláttarfyrirkomulagi.  Raðað verður eftir styrkleikalista BTÍ.

Verðlaun eru veitt fyrir fjögur efstu sæti í öllum flokkum og verðlaun verða afhent að lokinni keppni.

Aðeins er hægt að leika í einum aldursflokki.

Mótstjóri verður Sigurður Ingi Friðleifsson en yfirdómari verður kynntur síðar.

Æfingabúðir:

Í tengslum við mótið verða æfingabúðir fyrir börn og unglinga á sama stað laugardaginn 14. nóv.  Ekkert þátttökugjald er í æfingabúðirnar og engrar skráningar er þörf.  Mögulega verður dagskrá þeirra kynnt betur þegar nær dregur.

Gisting.

Umf. Samherjar bjóða upp á gistingu í skólastofum fyrir þá sem það vilja.  Gistingin kostar 1.400 krónur á mann yfir helgina og gestir verða að taka viðlegubúnað með sér.  Mögulegt verður að komast í ísskápa en engin verslun er á Hrafnagili sem er ca. 10 km framan Akureyrar.

Þeir sem hyggjast nýta sér gistinguna eru beðnir að láta undirritaðan vita í síðasta lagi miðvikudaginn 11. nóvember.

Frekari upplýsingar um mót, æfingabúðir eða gistingu veitir undirritaður fúslega ef eftir því er leitað í síma 821-3240 eða með tölvupósti á [email protected].

Sigurður Eiríksson – Umf. Samherjum –  [email protected]

Bréf um mótiðAldursflokkamót Samherja 2015

 

ÁMU

Aðrar fréttir